Heitavatnslaust á Álftanesi á mánudag
Vegna tengingar á nýrri lögn verður heitavatnslaust á hluta Álftaness mánudaginn 25. ágúst, á milli klukkan 09:00-19:00. Sundlaug Álftaness verður lokuð á meðan á framkvæmd stendur.
Áætluð heitavatnslokun Veitna vegna vinnu við Breiðumýri er mánudaginn 25. ágúst frá 09:00-19:00.
Vegna framkvæmdanna verður sundlaugin á Álftanesi lokuð á meðan á framkvæmd stendur, frá kl. 9:00-19:00, mánudaginn 25. ágúst.
Þær götur og svæði sem verða fyrir heitavatnsleysi eru:
- Birkiholt
- Lambamýri
- Krakkakot
- Holtakot
- Asparholt
- Víðiholt
- Íþróttavöllur og sundlaug Álftaness
Íbúum er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Húseigendum er bent á að huga að innanhússkerfum.
Fylgst verður gangi mála og verktaki lætur vita ef verkið ílengist.