16. apr. 2021

Hesthúsalóðir á Kjóavöllum lausar til úthlutunar

Garðabær auglýsir lausar til úthlutunar hesthúsalóðir á Kjóavöllum, við göturnar Sunnuvelli og Æsuvelli. Alls er um að ræða um 20 lóðir. Einstaklingar sem og lögaðilar geta sótt um hesthúsalóðirnar.

  • Kjóavellir
    Hesthúsalóðir á Kjóavöllum eru lausar til úthutunar.

Garðabær auglýsir lausar til úthlutunar hesthúsalóðir á Kjóavöllum, við göturnar Sunnuvelli og Æsuvelli. Alls er um að ræða um 20 lóðir. Einstaklingar sem og lögaðilar geta sótt um hesthúsalóðirnar.

Á Kjóavöllum er hesthúsahverfi og athafnasvæði hestamannafélagsins Spretts með reiðhöll og íþróttaleikvangi fyrir hestaíþróttir.

Garðabær og Kópavogsbær hafa sameiginlega staðið að samþykkt deiliskipulags fyrir hesthúsahverfi og íþróttaleikvang að Kjóavöllum. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að innan bæjarmarka Garðabæjar muni rísa 85 ný hesthús með að hámarki 1600 hross sem byggjast upp á næstu árum. Fyrir eru 23 hesthús í Andvarahverfi.

Rafrænar umsóknir

Umsóknareyðublað fyrir hestahúsalóð á Kjóavöllum er rafræn og aðgengileg hér á Þjónustugátt Garðabæjar (innskráning með rafrænum skilríkjum). Umsóknarfrestur er til og með 11. maí 2021.

Fyrirvari um uppbyggingu og úthlutun er að nógu margar umsóknir berist til að hægt verði að byggja öll hús við amk eina götu.

Stefnt er að því að tilkynna um úthlutun fyrir lok júní og gert ráð fyrir að lóðir verði afhentar og byggingarhæfar í upphafi árs 2022.

Auglýsing  þar sem sjá má gögn og úthlutunarskilmála um úthlutun hesthúsalóða á Kjóavöllum.

Hesthúsalóðir á Kjóavöllum