15. jún. 2023

Hnoðraholt norður: Einstök staðsetning og náttúra

Í fyrsta áfanga setur Garðabær á sölu byggingarrétt fyrir eina parhúsalóð , fimm raðhúsalóðir, sjö einbýlishúsalóðir auk lóða fyrir fjölbýlishús.

  • Hnoðraholt norður: Einstök staðsetning og náttúra
    Í fyrsta áfanga setur Garðabær á sölu byggingarrétt fyrir eina parhúsalóð, fimm raðhúsalóðir (nítján íbúðir), sjö einbýlishúsalóðir auk lóða fyrir fjölbýlishús.

Garðabær hefur falið þremur fasteignasölum að halda utan um sölu á byggingarrétti á lóðum í fyrsta áfanga Hnoðraholts.

Fasteignasalan Torg , Garðatorg eignamiðlun og Fasteignamarkaðurinn munu annast sölu á byggingarrétti lóðanna fyrir Garðabæ og veita upplýsingar vegna tilboðsgerðar.

Í fyrsta áfanga setur bærinn á sölu byggingarrétt fyrir eina parhúsalóð, fimm raðhúsalóðir, sjö einbýlishúsalóðir auk lóða fyrir fjölbýlishús. 

  • Reikna má með að nýir lóðarhafar muni hefja uppbyggingu strax á þessu ári og að íbúar geti flutt inn 2025. 


Nánari upplýsingar má finna hér á vef Garðabæjar og hjá fasteignasölunum.

Á kortavef Garðabæjar má finna upplýsingar um lausar lóðir og sjá þær á korti. Þar eru einnig helstu stærðir og mæliblöð.