Hópur leikskólabarna kom saman til að tendra ljósin á jólatrénu
Það ríkti sannkallaður jólaandi á Garðatorgi þegar börn frá leikskólunum Hæðarbóli, Ökrum, Kirkjubóli og 5 ára deild Urriðaholtsskóla komu saman til að sjá jólaljósin tendruð.
Það var spenna í loftinu meðal leikskólabarnanna í Garðabæ þegar þau komu saman á Garðatorgi til að sjá ljósin tendruð á jólatrénu sem prýðir torgið. Með aðstoð barnanna tókst Almari Guðmundssyni bæjarstjóra og tveimur jólasveinum að kveikja jólaljósin. Jólatréð er afar glæsilegt í ár en það kemur að þessu sinni úr garði við Ásbúð.
Börnin sungu nokkur vel valin jólalög svo með jólasveinunum og fengu mandarínur sem vakti mikla lukku.
Við minnum svo á aðventuhátíð bæjarins sem fer fram á laugardaginn 30. nóvember. Glæsileg dagskrá verður frá klukkan 11:00 til 16:00.
Börn af leikskólunum Hæðarbóli, Ökrum, Kirkjubóli og 5 ára deild úr Urriðaholtsskóla hittu jólasveinana á Garðatorgi.