Íbúafundur um Arnarland
Íbúafundur um tillögur að breytingu á aðal- og deiliskipulagi Arnarlands verður haldinn í Sveinatungu, þann 4. desember klukkan 17:00.
-
Fundurinn verður haldinn í Sveinatungu á Garðatorgi 7, 4. desember klukkan 17:00 - 18:30. Á fundinum verður farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á skipulaginu frá fyrri tillögum.
Garðabær auglýsir opinn íbúafund um nýja tillögu að breytingu á aðal- og deiliskipulagi Arnarlands.
Fundurinn verður haldinn í Sveinatungu á Garðatorgi 7, 4. desember klukkan 17:00 - 18:30. Á fundinum verður farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á skipulaginu frá fyrri tillögum.
Í Arnarlandi er áhersla lögð á öflugt og líflegt borgarumhverfi sem styrkir nærumhverfið og bætir lífsgæði þeirra sem búa og starfa á svæðinu sem og í nálægð við það. Þar er gert ráð fyrir blöndu af íbúðum, ýmissi nærþjónustu og heilsuklasa þar sem áhersla er á aðsetur fyrir fjölbreytt fyrirtæki tengd heilsu og hátækni.
Tillögur eru aðgengilegar á vef Garðabæjar og á vef skipulagsgáttar (mál 1411/2024 og 1410/2024).
Öll velkomin á fundinn.