Íbúafundur um breytingar á deiliskipulagi í Urriðaholti
Íbúafundurinn verður haldinn í Sveinatungu, Garðatorgi 7, mánudaginn 7. apríl, kl. 17:00.
Garðabær býður íbúum á fund um breytingar á deiliskipulagi Urriðaholts í norðurhluta 4. áfanga sem nær til lóðanna í Urriðaholtsstræti 1-7.
Á fundinum verða breytingar kynntar en þær eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Garðabæjar og í skipulagsgátt, www.skipulagsgatt.is (málsnr. 388/2025). Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að senda inn rafrænar ábendingar til og með 8. maí 2025 í gegnum vef skipulagsgáttar.
Öll velkomin í Sveinatungu, Garðatorgi 7, mánudaginn 7. apríl, kl. 17:00.