27. ágú. 2021

Íbúafundur um deiliskipulagstillögur

Mánudaginn 30. ágúst nk. kl. 17:00 verður haldinn íbúafundur þar sem kynntar verða deiliskipulagstillögur fyrir íbúðabyggð í Víðiholti og hesthúsahverfi í Breiðumýri en báðar tillögurnar eru í forkynningu til og með 8. september 2021. Fundurinn verður í beinu streymi á fésbókarsíðu bæjarins.

Mánudaginn 30. ágúst nk. kl. 17:00 - 18:30 verður haldinn íbúafundur þar sem kynntar verða deiliskipulagstillögur fyrir íbúðabyggð í Víðiholti og hesthúsahverfi í Breiðumýri en báðar tillögurnar eru í forkynningu til og með 8. september 2021. 

Fundurinn verður í beinu streymi á fésbókarsíðu bæjarins.
Jafnframt er hlekkur hér til að horfa á útsendinguna af vef Garðabæjar.

Vegna samkomutakmarkana verður fundinum verður streymt beint í gegnum fésbókarsíðu Garðabæjar. Hægt verður að senda inn rafrænar fyrirspurnir á meðan fundi stendur og þeim verður svarað að lokinni kynningu. Fundurinn verður tekinn upp og verður aðgengilegur á fésbókarsíðu Garðabæjar og vef Garðabæjar.

Auglýsing með tillögunum og öllum gögnum. Smellið hér.
Tillögurnar eru jafnframt aðgengilegar í þjónustuveri Garðabæjar, Garðatorgi 7.

VÍÐIHOLT ÍBÚÐABYGGÐ – tillaga að deiliskipulagi. Forkynning
Tillagan gerir ráð fyrir að íbúðarbyggð á 2-3 hæðum, alls 84 íbúðir í fjölbýli og raðhúsum, aðkomuvegi frá Breiðumýri og opnu svæði til norðvesturs. Einnig er lögð fram til kynningar fornleifaskráning fyrir svæðið.
Sjá gögn í auglýsingunni hér.

HESTHÚSAHVERFI Í BREIÐUMÝRI – tillaga að deiliskipulagi. Forkynning
Tillagan gerir ráð fyrir hesthúsabyggð á Álftanesi en á svæðinu er ekki áður staðfest deiliskipulag.
Tillagan tekur m.a. á hesthúsabyggð, félagsheimili, reiðskemmu og reiðstígum en markmiðið með
deiliskipulaginu er að svæðið falli vel að nærliggjandi íbúðarbyggð.
Sjá gögn í auglýsingu hér.

Viðburður og útsending á fésbókarsíðu Garðabæjar má finna hér.