Jónsmessugleði Grósku teygir anga sína víða
Jónsmessugleði Grósku stendur til 29. júní.
Jónsmessugleði Grósku stendur til 29. júní, en að þessu sinni er hún með gjörbreyttu sniði því efnt er til stórsýningar í Gróskusalnum og á Garðatorgi með fjölbreytilegum listaverkum eftir um 80 listamenn.
Unnið er í ýmsum miðlum og sýningin teygir anga sína víða. Hún nær alla leið niður í undirgöngin við Aktu Taktu þar sem Lomek og félagar hafa málað skemmtilegt graffiti verk sem vonandi fær að lífga upp á göngin til framtíðar.
Jónsmessugleði er haldin að frumkvæði Grósku í samstarfi við Garðabæ.
Hér má sjá myndir frá Jónsmessugleðinni