19. jún. 2019

Kvenfélagskaffið haldið í Sveinatungu

Árlegt kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar á 17. júní var í ár haldið í fyrsta sinn í Sveinatungu, nýrri fjölnota fundaraðstöðu bæjarins á Garðatorgi.

  • Fjallkonan í Garðabæ 2019
    S. Helena Jónsdóttir, formaður Kvenfélags Garðabæjar, og Jóhanna Sigmundsdóttir fjallkona ársins.

Árlegt kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar á 17. júní var í ár haldið í fyrsta sinn í Sveinatungu, nýrri fjölnota fundaraðstöðu bæjarins á Garðatorgi.   Mikill fjöldi lagði leið sína í kaffið enda margt um manninn í hátíðarhöldunum á Garðatorgi í góða veðrinu þennan dag.  

Kvenfélag Garðabæjar tilnefnir fjallkonuna við hátíðarhöldin að degi til og í ár var Jóhanna Sigríður Sigmundsdóttir kvenfélagskona í hlutverki fjallkonunnar á Garðatorgi.  Í morgundagskránni á Álftanesi var Sigrún Björg Elíasdóttir í hlutverki fjallkonunnar á vegum Kvenfélags Álftaness.  

Á meðfylgjandi mynd með frétt eru formaður Kvenfélagsins og fjallkonan framan við listaverkið ,,Í mótun" eftir listakonuna Sigrúnu Guðmundsdóttur sem Kvenfélagið gaf Garðabæ árið 1998. Fyrst var verkinu valin staður á túninu við Sveinatungu þar sem bæjarskrifstofurnar voru áður til húsa, þaðan var það flutt upp á Garðatorg þegar bæjarskrifstofurnar fluttu þangað. Listaverkið stendur nú á innitorginu fyrir framan hina nýju Sveinatungu og því má segja að listaverkið og Sveinatunga hafi sameinast á ný. 

Sjá einnig frétt og myndir frá hátíðahöldunum á 17. júní í Garðabæ. 

17. júní 2019