6. jan. 2020

Lið og þjálfarar ársins 2019

Karlasveit meistaraflokks GKG var valið lið ársins á íþróttahátíð Garðabæjar sem fór fram 5. janúar sl. Þá var einnig tilkynnt um val á viðurkenningu fyrir þjálfara árins sem að þessu sinni voru þau Birgir Jónasson knattspyrnuþjálfari hjá UMFÁ og Daniela Rodriquez, körfuboltaþjálfari hjá Stjörnunni.

  • Þjálfarar ársins 2019
    Þjálfarar ársins 2019

Karlasveit meistaraflokks GKG var valið lið ársins á íþróttahátíð Garðabæjar sem fór fram 5. janúar sl. Þá var einnig tilkynnt um val á viðurkenningu fyrir þjálfara árins sem að þessu sinni voru þau Birgir Jónasson knattspyrnuþjálfari hjá UMFÁ og Daniela Rodriquez, körfuboltaþjálfari hjá Stjörnunni.

Sjá frétt hér um íþróttahátíðina og hverjir urðu íþróttamenn Garðabæjar 2019.


Lið ársins 2019 - Karlasveit meistaraflokks GKG

Karlasveit meistaraflokks karla sigraði á Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild. Þetta var sjötti sigur karlaliðsins frá upphafi, en fyrsti sigurinn kom 2004. Undirbúningur liðsins var mjög faglegur og frábær liðsandi gerði gæfumuninn í jafnri keppni og stóðu allir liðsmenn fyrir sínu og skiluðu stigum fyrir heildina. Liðsmenn sveitarinnar voru: Aron Snær Júlíusson; Birgir Leifur Hafþórsson, Hlynur Bergsson, Jón Gunnarsson, Kristófer Orri Þórðarson, Ólafur Björn Loftsson, Ragnar Már Garðarsson, Sigurður Arnar Garðarsson. Þjálfari: Arnar Már Ólafsson

Með sigrinum vann sveitin sér inn þátttökurétt á EM klúbbliða (European Club Team Trophy) sem haldið var af EGA í Frakklandi 26.-28. október s.l. Þar kepptu fyrir GKG þeir Aron Snær, Ragnar Már og Sigurður Arnar. Sveitin stóð sig gríðarlega vel og hafnaði í 2. sæti af 25 liðum sem jafnaði besta árangur íslensks liðs frá upphafi.

Lið ársins 2019

Þjálfarar ársins 2019 - Birgir Jónasson knattspyrnuþjálfari hjá UMFÁ og Daniela Rodriquez, körfuboltaþjálfari Stjörnunni

Birgir hóf þjálfun hjá UMFÁ árið 2006 og hefur starfað þar sleitulaust síðan. Hefur allan tímann þjálfað yngri flokka félagsins. Þar af var hann yfirþjálfari tímabilið 2009-2019. Þá hélt hann úti einstaklingstækniæfingum hjá félaginu fyrir iðkendur í 6. og 5. flokki frá 2010 til 2019.

Birgir hefur lengst af þjálfað iðkendur í 5. og 4. aldursflokki, ýmist drengi eða stúlkur eða hvoru tveggja. Þá hef hann þjálfað 2. og 3. flokk drengja, meðan þeir aldursflokkar voru hjá félaginu. Nú þjálfar Birgir 4. flokk stúlkna. Loks þjálfaði hann meistaraflokk kvenna í rúmlega þrjú ár, 2015-2018.

Undir stjórn Birgis hafa lið frá Álftanesi fjórum sinnum orðið Íslandsmeistarar í knattspyrnu: 4. flokkur drengja tvisvar í sjö manna knattspyrnu og meistaraflokkur kvenna tvisvar í futsal innahússknattspyrnu. Birgir með UEFA B og UEFA Youth Elite þjálfaragráður.

Daniela kom til Stjörnunnar sem leikmaður meistaraflokks kvenna árið 2016 og spilaði með liðinu þrjú tímabil. Allan þennan tíma hefur hún verið dugleg við að gefa yngri leikmönnum af reynslu sinni og þekkingu á körfuknattleik og hefur þjálfað yngri flokka félagsins með góðum árangri. Hún hefur einnig haldið sérstök námskeið í jóla-, páska-, og sumarfríum til að efla og auka áhuga ungra stúlkna og drengja á körfubolta. Þrátt fyrir að hún leiki núna með KR í efstu deild er hún áfram þjálfari Stjörnunnar í yngriflokkum og hefur þannig haldið áfram að halda utan um sína hópa hér í Garðabænum. Árangur yngri flokka kvenna í körfunni er athyglisverður og á Daniela stóran þátt í þeirri velgengni.