11. apr. 2025

Listamennirnir sem koma fram í Jazzþorpinu

Sannkallað úrvalslið tónlistarfólks mun stíga á svið í Jazzþorpinu á Garðatorgi sem fer fram 2. – 4. maí.

  • Listamennirnir sem koma fram í Jazzþorpinu
    Sannkallað úrvalslið tónlistarfólks mun stíga á svið í Jazzþorpinu á Garðatorgi sem fer fram 2. – 4. maí.

Sannkallað úrvalslið tónlistarfólks mun stíga á svið í Jazzþorpinu á Garðatorgi sem fer fram 2. – 4. maí.

Listamennirnir sem um ræðir eru Júníus Meyvant, Ellen Kristjáns, Elín Hall, Sigurður Guðmundsson, SJS Big Band, Þórir Baldursson, Sara Mjöll, Tómas Jónsson, Watachico, Rósa Guðrún, Sigurður Flosason, Skúli Sverrisson, Óskar Guðjónsson, Mikael Máni, Andrés Þór, Rebekka Blöndal, Hist og, Eyþór Gunnarsson, Arnar Eggert og Dj de la Rosa.

Undirbúningur er nú í fullum gangi og mun þorpið, líkt og áður, skarta húsgögnum og munum úr Góða hirðinum sem verða til sölu og mun söluágóðinn renna til Krafts.

Vínstúkan Tíu sopar, Te og kaffi, Mói ölgerð munu sjá um veitingar. 

Jazz