29. des. 2021 Menning og listir

Menningardagskrá Garðabæjar- bæklingur

Fjölbreytt menningardagskrá fyrir vetur/vor 22 er kynnt í nýjum dagskrárbæklingi en bæklingurinn var borinn út í öll hús Garðabæjar þann 29. desember 2021.

Fjölbreytt menningardagskrá fyrir vetur/vor 22 er kynnt í nýjum dagskrárbæklingi en bæklingurinn var borinn út í öll hús Garðabæjar þann 29. desember 2021.

Sambærilegur bæklingur var gefinn út sl. haust og þótti reynast vel að kynna alla menningarviðburði bæjarins á sama stað.

Margir skemmtilegir viðburðir eru framundan á árinu 2022 og má þar t.d. nefna:

  • Rúnagerð og rúnalestur með sérfræðingi á sviði rúnaleturs í Bókasafni Garðabæjar
  • Kertasmiðja í Hönnunarsafni Íslands. Lýsum upp skammdegið með fallegum handgerðum kertum og veltum fyrir okkur hvernig landnámsfólk lýsti upp heimili sitt.
  • Fyrirlestur arkitektanna Hrefnu Bjargar Þorsteinsdóttur og Hólmfríðar Ósmann Jónsdóttur um skráningu á verkum Högnu Sigurðardóttur arkitekts í Hönnunarsafni Íslands.

....og margt fleira.

Bæklinginn má finna hér.