1. júl. 2011

Opið alla sunnudaga í Króki

Undanfarin sumur hefur burstabærinn Krókur á Garðaholti í Garðabæ verið opinn almenningi til sýnis. Krókur er opinn á hverjum sunnudegi í sumar (júní - ágúst) frá kl. 13-17 og aðgangur er ókeypis.
  • Séð yfir Garðabæ

Undanfarin sumur hefur burstabærinn Krókur á Garðaholti í Garðabæ verið opinn almenningi til sýnis. Krókur er opinn á hverjum sunnudegi í sumar (júní - ágúst) frá kl. 13-17 og aðgangur er ókeypis.


Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923.  Í Króki eru varðveitt gömul húsgögn og munir sem voru í eigu hjónanna Þorbjörgu Stefaníu Guðjónsdóttur og Vilmundar Gíslasonar. Þorbjörg flutti í Krók vorið 1934 og bjó í Króki til ársins 1985. Í Króki er einnig herbergi sem hefur verið nýtt sem tímabundin vinnuaðstaða fyrir listamenn. Í sumar er unnið að viðgerðum og endurbótum á fjósi og hlöðu við Krók.


Tilvalið er að fara í göngutúr um Garðaholtið og koma við í Króki í leiðinni einnig er hægt að leggja bílum við samkomuhúsið á Garðaholti (Krókur er staðsettur ská á móti samkomuhúsinu).  Sjá nánari upplýsingar um Krók hér.

Allir eru velkomnir.