22. nóv. 2010

Hagir og líðan ungs fólks 2010

Ný skýrsla Rannsóknar og greiningar um hagi og líðan ungs fólks í Garðabæ 2010 verður kynnt á opnum fundi skólanefndar í Flataskóla á morgun.
  • Séð yfir Garðabæ

Ný skýrsla Rannsóknar og greiningar um hagi og líðan ungs fólks í Garðabæ 2010 verður kynnt á opnum fundi skólanefndar í Flataskóla kl. 17.15 á morgun, þriðjudaginn 23. nóvember.

Í skýrslunni kemur fram að margt gott hefur áunnist í forvörnum í Garðabæ á undanförnum árum en að engu síður sé full ástæða fyrir foreldra og aðra að halda vöku sinni. Í inngangsorðum skýrslunnar kemur m.a. fram að samband unglinga við foreldra sína og fjölskyldu skipti miklu máli fyrir þroska þeirra. Rannsóknir hafi t.d. sýnt að aðhald, eftirlit og stuðningur foreldra hafi jákvæð áhrif á námsárangur ungmenna og að þeir unglingar sem verja miklum tíma með foreldrum sínum og/eða eru vel tengdir þeim séu ólíklegri en aðrir unglingar til að leiðast út í notkun vímuefna, lendi þeir í félagsskap þar sem vímuefnaneysla er algeng. Unglingar sem eiga góð samskipti við foreldra sína eru einnig líklegri til að ganga vel í skóla.

 

Það er því til mikils að vinna fyrir foreldra og fjölskyldur að viðhalda góðu sambandi við börn sín þegar þau komast á unglingsaldur og fylgjast með því sem er að gerast í lífi þeirra. Foreldrar nemenda á unglingastigi eru því sérstaklega hvattir til að mæta á opinn fund skólanefndar á morgun og fá upplýsingar um stöðu mála í Garðabæ.

 

Skýrslan er aðgengileg á vef Garðabæjar.