Skrifstofur grunnskóla opnar
Skrifstofur grunnskólanna eru nú opnar að nýju eftir sumarleyfi
Skrifstofur grunnskólanna í Garðabæ eru nú opnar að nýju eftir sumarleyfi og undirbúningur fyrír nýtt skólaár að hefjast. Skólasetning verður í grunnskólunum þriðjudaginn 24. ágúst. Nánari upplýsingar um tímasetningar eru á vefjum skólanna.
Þeir sem vilja byrja að huga að undirbúningi fyrir haustið geta fundið skóladagatal vetrarins á vefjum skólanna. Innkaupalistar hafa ýmist þegar verið birtir á vefjunum eða verða þar aðgengilegir á næstu dögum og vikum.