23. apr. 2010

Sveifla með Mezzoforte

Jazzhátíð Garðabæjar hófst með sannkölluðum stórtónleikum að kvöldi til Sumardaginn fyrsta. Þá mættu til leiks Óskar Guðjónssson saxófónleikari, Mezzoforte og aðrir vinir. Tónleikarnir voru haldnir í Urðarbrunni, hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
  • Séð yfir Garðabæ

 

Jazzhátíð Garðabæjar hófst með sannkölluðum stórtónleikum að kvöldi til Sumardaginn fyrsta.  Þá mættu til leiks Óskar Guðjónssson saxófónleikari, Mezzoforte og aðrir vinir. Tónleikarnir voru haldnir í Urðarbrunni, hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Fjölmenni mætti á tónleikana til að hlýða á framúrskarandi jazz.

 

Stórsveit Tónlistarskóla Garðabæjar hitaði upp fyrir tónleikana og stóð sig vel að vanda. Ómar Guðjónsson steig svo á svið með hljómsveit sinni og bróður síns Ómars Guðjónssonar og flutti ólíka tónlist frá ferli sínum.  Eftir hlé steig súpergrúppan Mezzoforte á svið en Óskar hefur leikið með hljómsveitinni undanfarin ár og ferðast víða um heim með hljómsveitinni.

 

 
Hátíðin er nú haldin í fimmta sinn. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Sigurður Flosason tónlistarmaður og fyrrum bæjarlistamaður Garðabæjar. Aðgangur er ókeypis á alla tónleika jazzhátíðarinnar, allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar. Aðalstyrktaraðili hennar er Íslandsbanki í Garðabæ.

 

Hátíðin stendur til sunnudagsins 25. apríl nk. og næstu kvöld verður boðið upp á fjölbreytta jazztónleika í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ.  Hér á heimasíðunni má sjá dagskrá hátíðarinnar.


 


Stórsveit Tónlistarskóla Garðabæjar hitaði upp á tónleikunum.


Óskar Guðjónsson tók lagið með stórsveitinni.


Óskar og vinir


Ingibjörg Guðjónsdóttir var gestasöngkona í einu lagi


Fjölmenni mætti á tónleikana sem voru í hátíðarsal FG.


Mezzoforte átti hug og hjörtu allra í salnum þetta kvöld.