23. des. 2009

Spilastokkur að gjöf

SAMAN-HÓPURINN, samstarfshópur um forvarnir sem stuðla að velferð barna og ungmenna á 10 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni var ákveðið að gefa öllum börnum landsins í 5. bekk gjöf frá Samanhópnum.
  • Séð yfir Garðabæ

SAMAN-HÓPURINN, samstarfshópur  um forvarnir sem stuðla að velferð barna og ungmenna á 10 ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni var ákveðið að gefa öllum börnum landsins í 5. bekk gjöf frá Samanhópnum.

 

Gjöfin er spilastokkur sem börnin fengu afhentan um miðjan desember í sínum skóla en á spilunum eru skilaboð þar sem áhersla er lögð á gildi samverustunda fjölskyldunnar. Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að samvera foreldra og barna dregur verulega úr líkum á því að börn og unglingar neyti vímuefna.  Því meiri tíma sem börn og unglingar verja með fjölskyldu sinni því minni líkur eru á því að þau neyti vímuefna. Því er óhætt að segja að samvera með börnunum sínum sé besta forvörnin.

 

Ekki þarf að leita langt yfir skammt til að eiga góðar stundir saman.  Það skiptir mestu máli að fjölskyldan sé saman en ekki endilega hvað er gert. Fjölskyldan getur borðað saman, horft saman á sjónvarp, farið saman í göngutúra,  stundað íþróttir saman, bakað saman og síðast en ekki síst spilað saman.

 

Sjá nánari upplýsingar um forvarnir á ráðagóðri síðu fyrir forráðamenn hér á heimasíðu Garðabæjar.

Heimasíða SAMAN-hópsins, www.samanhopurinn.is.