1. jún. 2016

Malbikun við Reykjanesbraut og víðar

Fimmtudaginn 2. júní er stefnt að því að malbika frárein og ramp frá Reykjanesbraut til norðurs upp á Vífilsstaðarveg og ramp og aðrein af Vífilsstaðarvegi niður á Reykjanesbraut til norðurs.
  • Séð yfir Garðabæ

Fimmtudaginn 2. júní er stefnt að því að malbika frárein og ramp frá Reykjanesbraut til norðurs upp á Vífilsstaðarveg og ramp og aðrein af Vífilsstaðarvegi niður á Reykjanesbraut til norðurs. 

Ramparnir verður lokaðir meðan á framkvæmdum stendur.  Áætlað er að malbikun standi yfir milli 09.00 til 18:00, sjá meðfylgjandi myndir með frétt.  Sjá einnig lokanir hér í pdf-skjali. 
Upplýsingar um þessa framkvæmd eru einnig á vef Vegagerðarinnar.

Malbikun við Bæjarbraut/Karlabraut og Ásgarð

Einnig verða malbikunarframkvæmdir við hringtorgið á Bæjarbraut við Karlabraut á fimmtudagsmorgni 2. júní eftir kl. 09 og við Ásgarð á föstudagsmorgun 3. júní.

Vegfarendur eru beðnir um að virða lokanir og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.

Sjá einnig frétt á vef Garðabæjar um malbikunarframkvæmdir og aðrar framkvæmdir í sumar.