19. jún. 2009

Vel heppnuð hátíðarhöld

Veðrið lék við hátíðargesti framan af degi þann 17. júní sl. Skátafélagið Vífill hafði umsjón með hátíðarhöldunum í Garðabæ og boðið var upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa.
  • Séð yfir Garðabæ

Veðrið lék við hátíðargesti framan af degi þann 17. júní sl.  Skátafélagið Vífill hafði umsjón með hátíðarhöldunum í Garðabæ og boðið var upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. 

Fjölmenni var við hátíðarsviðið við Garðaskóla og skemmtidagskráin var vel heppnuð. Hið sívinsæla kaffihlaðborð kvenfélagsins var haldið í Flataskóla.  Um kvöldið voru sérstakir hátíðartónleikar í  þéttsetnu safnaðarheimilinu þar sem Salonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar steig á svið ásamt Gissuri Páli Gissurarsyni tenór.   

Í myndasafninu á heimasíðunni má sjá nokkrar myndir frá hátíðarhöldunum.