29. apr. 2009

Frábærir gospeltónleikar

Gospelkór Jóns Vídalíns hélt tónleika í hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ sunnudagskvöldið 26. apríl sl.
  • Séð yfir Garðabæ

Gospelkór Jóns Vídalíns hélt tónleika í hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ sunnudagskvöldið 26. apríl sl. Kórinn flutti nýja og gamla gospeltónlist undir stjórn Maríu Magnúsdóttur kórstjóra.  Gestur kvöldsins var Daníel Þór Bjarnason rappari með meiru. Hluti af ágóða miðasölu fór í Ljósberasjóð Vídalínskirkju til styrktar börnum í Garðabæ. Tónleikarnir heppnuðust vel og að mati viðstaddra voru þetta bestu tónleikar kórsins í allan vetur.

Gospelkórinn var stofnaður haustið 2006 fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Um er að ræða samstarfsverkefni Garðasóknar og Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Á heimasíðu Garðasóknar er hægt að sjá nánari upplýsingar um starfssemi kórsins, www.gardasokn.is.

Hér á heimasíðu Garðabæjar er hægt að sjá myndasyrpu frá tónleikunum sl. sunnudag.