23. des. 2008

Nýta þarf hvatapeninga fyrir áramótin

Foreldrar eru minntir á að nýta hvatapeninga ársins 2008 fyrir áramót. Hvatapeningar ná í ár til allra barna og ungmenna á aldrinum 6-18 ára og nema þeir 25.000 krónum.
  • Séð yfir Garðabæ
Foreldrar eru minntir á að nýta hvatapeninga ársins 2008 fyrir áramót. Hvatapeningar ná í ár til allra barna og ungmenna á aldrinum 6-18 ára og nema þeir 25.000 krónum. Leiðbeiningar um notkun hvatapeninganna.

Þeir sem æfa með Stjörnunni, eru í Skátafélaginu Vífli eða í Taflfélagi Garðabæjar geta greitt hvatapeninginn beint inn á greiðsluseðil frá félaginu í íþrótta- og tómstundabankanum á Mínum Garðabæ.

Aðrir greiða fullt gjald til síns félags og geta fengið hvatapeningana endurgreidda gegn framvísun kvittunar á bæjarskrifstofunum. Athugið að sækja þarf um hvatapeningana á Mínum Garðabæ.

Til að nýta hvatapeningana er nauðsynlegt að hafa lykilorð að Mínum Garðabæ. Þeir sem ekki eiga lykilorð geta smellt á "Gleymt lykilorð" eða á "Ertu nýr íbúi í Garðabæ", eftir því sem við á, á innskráningarsíðunni.

Hvatapeningar ársins 2008 renna út um áramótin.  Nýjum hvatapeningum verður úthlutað í janúar. Þá verður hægt að nýta til að greiða niður reikninga sem gefnir eru út á árinu 2009.