14. nóv. 2008

Garðabær auglýsir lóðir

Garðabær auglýsir um helgina lausar lóðir í Garðahrauni og Hraunsholti eystra
  • Séð yfir Garðabæ

Garðabær auglýsir um helgina lausar lóðir á Hraunsholti og í Garðahrauni.

Um er að ræða nokkrar einbýlishúsalóðir, tvær íbúðir í parhúsi og þrjár í raðhúsi.

Gatnagerðargjöld eru lögð á samkvæmt gjaldskrá en tilboð skulu gerð í byggingarréttargjald. Fyrir liggur verðskrá með viðmiðunarverðum.

Upplýsingar eru veittar hjá fasteignasölunni Garðatorgi, eignamiðlun, Garðatorgi 7 og í þjónustuveri Garðabæjar.

Upplýsingar um lóðirnar ásamt fylgiskjölum.

Auglýsing sem birtist í Morgunblaðinu sunnudaginn 16. nóvember.