24. sep. 2015

Saga Garðabæjar komin í sölu

Saga Garðabæjar er nú fáanleg til kaups á Bókasafni Garðabæjar. Ritið verður einnig selt í símsölu til Garðbæinga og í verslunum Eymundsson.
  • Séð yfir Garðabæ

Saga Garðabæjar er nú fáanleg til kaups á Bókasafni Garðabæjar við Garðatorg. Ritið verður einnig selt í símsölu til Garðbæinga og í verslunum Eymundsson.

Höfundur Sögu Garðabæjar er Steinar J. Lúðvíksson. Ritið segir sögu landssvæðisins allt frá landnámi til ársins 2010. Það er alls um 1900 blaðsíður og það prýða hátt í 2000 myndir.

Saga Garðabæjar er seld á kynningarverði til áramóta á 19.900 kr.

Nánari upplýsingar um Sögu Garðabæjar.