20. nóv. 2014

Nágrannavarsla á Álftanesi

Fyrsti fundur af tveimur um innleiðingu nágrannavörslu á Álftanesi var haldinn miðvikudaginn 19. nóvember sl. í hátíðarsal Álftanesskóla. Á fundinn mættu íbúar af Norðurnesinu og fræddust um helstu þætti góðrar nágrannavörslu.
  • Séð yfir Garðabæ

Fyrsti fundur af tveimur um innleiðingu nágrannavörslu á Álftanesi var haldinn miðvikudaginn 19. nóvember sl. í hátíðarsal Álftanesskóla. Á fundinn mættu íbúar af Norðurnesinu og fræddust um helstu þætti góðrar nágrannavörslu.  Gunnar Einarsson bæjarstjóri var fundarstjóri og bauð gesti velkomna og ræddi um mikilvægi nágrannavörslu út frá mörgum sjónarhornum.  Því næst tók Margeir Sveinsson stöðvarstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði við og fór yfir helstu tölfræði um afbrot síðastliðinna ára og gott ástand almennt í þeim málum í Garðabæ. Fundargestir voru mjög áhugasamir og spurðu um margt er varðar afbrot og nágrannavörslu.  Sunna Sigurðardóttir þjónustustjóri Garðabæjar fór yfir hvernig innleiðingu nágrannavörslu hefur verið háttað í Garðabæ og sagði frá hlutverki götustjóra. 

Að kynningum loknum settust fundargestir niður við borð þar sem íbúar við tilteknar götur ræddu saman og þar var hægt að gefa kost á sér í hlutverk götustjóra.  Skráningar á fundinum verða teknar saman og sendar götustjórum til upplýsinga.  Einnig er stefnt að fræðslufundi með öllum götustjórum í Garðabæ á vorönn.  Næsti fundur um innleiðingu nágrannavörslu fyrir íbúa Álftaness verður haldinn miðvikudaginn 26. nóvember kl. 17:30 -19 í hátíðarsal Álftanesskóla.  Þá eru íbúar við götur á Suðurnesi velkomnir á fundinn.

Nágrannavörslufundur, miðvikudag 26. nóvember kl. 17:30 - upplýsingar um hvaða götur heyra undir Suðurnes

Upplýsingar um nágrannavörslu í Garðabæ