22. sep. 2017

Móaflöt erfið yfirferðar vegna framkvæmda, gangandi vegfarendur hvattir til að nýta sér aðrar leiðir

Framkvæmdir standa yfir við endurnýjun lagna í Móaflöt og Hagaflöt. Af þeim völdum er Móaflötin mjög erfið yfirferðar fyrir bæði gangandi vegfarendur og fyrir bíla. Gangandi vegfarendur sem og akandi eru því beðnir um að nýta sér aðrar leiðir í gegnum Flatirnar en um Móaflöt.
  • Séð yfir Garðabæ

Framkvæmdir standa yfir við endurnýjun lagna í Móaflöt og Hagaflöt. Af þeim völdum er Móaflötin mjög erfið yfirferðar fyrir bæði gangandi vegfarendur og bíla. Gangandi vegfarendur sem og akandi eru því beðnir um að nýta sér aðrar leiðir í gegnum Flatirnar en um Móaflöt.  Foreldrar eru hvattir til þess að beina börnum sínum að ganga aðra leið í skólann en Móaflöt, til dæmis Tjarnarflöt og Bakkaflöt eða að ganga á gangstéttinni við Vífilsstaðaveg.  Upplýsingar um stöðu framkvæmda í Flötum má finna á vef Garðabæjar en áætluð verklok eru síðari hluta nóvember.

Á Vífilsstaðavegi standa einnig yfir framkvæmdir við hringtorg og umhverfi þess. Nú er verið að setja upp hlaðnar hraðahindranir og á meðan á þeirri vinnu stendur verður önnur akrein Vífilsstaðavegar lokuð í einu.  Frekari upplýsingar um þær framkvæmdir má finna hér.