13. júl. 2017

Yfirlit um helstu framkvæmdir í Garðabæ

Á vef Garðabæjar má finna lista yfir þær framkvæmdir sem yfirstandandi eru í bænum og hvenær áætlað er að þeim ljúki. Listinn er íbúum til upplýsinga en er birtur með fyrirvara um breytingar.
  • Séð yfir Garðabæ
Hér á vef Garðabæjar má finna lista yfir þær framkvæmdir sem yfirstandandi eru í bænum og hvenær áætlað er að þeim ljúki.  Þessi listi er íbúum til upplýsinga en er birtur með fyrirvara um breytingar.

Þar má sjá það sem verið er að vinna að varðandi viðbætur og breytingar á skólabyggingum og lóðum, vinnu við íþróttamannvirki og velli, stíga og gatnagerð, framkvæmdir sem veitufyrirtæki standa að og aðrar helstu framkvæmdir í bænum.