24. mar. 2017

Faghópur um skapandi leikskólastarf heimsótti Akra

Faghópur um skapandi starf í leikskólum heimsótti leikskólann Akra um miðjan mars. Faghópurinn er innan Kennarasambands Íslands og stendur reglulega að ýmsum viðburðum s.s. heimsóknum í leikskóla til að kynnast skapandi starfi á hverjum stað.
  • Séð yfir Garðabæ

Faghópur um skapandi starf í leikskólum heimsótti leikskólann Akra um miðjan mars.  Faghópurinn er innan Kennarasambands Íslands og stendur reglulega að ýmsum viðburðum s.s. heimsóknum í leikskóla til að kynnast skapandi starfi á hverjum stað. 

Á Ökrum tók leikskólastjórinn Sigrún Sigurðardóttir á móti hópnum og kynnti starfssemi skólans.  Gestir fengu svo kynningu á þróunarverkefninu Sögupokum sem var unnið í leikskólanum á skólaárinu 2015-2016 og fékk styrk úr Þróunarsjóði leikskóla í Garðabæ. Það voru þær Ágústa Kristmundsdóttir sérkennslustjóri og Harpa Kristjánsdóttir deildarstjóri sem sögðu frá verkefninu, markmiði þess og hvernig unnið hefur verið með það í leikskólanum.  Á veggjum leikskólans mátti einnig sjá fjölmargar myndir unnar af börnunum í tengslum við verkefnið. 

Faghópurinn var ánægður með heimsóknina í Akra og starfsfólkið þar einnig með hvernig til tókst.

Hér á vef Garðabæjar má sjá frétt um þróunarverkefnið Sögupoka.  

Frétt á vef Akra um heimsókn Faghópsins.
Frétt á vef Faghóps um skapandi leikskólastarf.