25. ágú. 2016

Frístundabíllinn fer aftur af stað

Frístundabíllinn hefur akstur að nýju mánudaginn 29. ágúst skv. tímatöflu.
  • Séð yfir Garðabæ

Frístundabíllinn hefur akstur að nýju mánudaginn 29. ágúst skv. tímatöflu.

Athugið að Garðakort eru ekki lengur í notkun, heldur er nóg að barnið segi til nafns í bílnum þegar áskrift hefur verið keypt.

Frístundabíllinn hefur það hlutverk að keyra börn frá tómstundaheimilum grunnskóla í íþrótta- og tómstundastarf. Svo að börn geti nýtt sér frístundabílinn þarf að kaupa ferðir í bílinn, annað hvort eina önn í einu eða allt skólaárið. Hægt er að kaupa ferðirnar á fristundabill.gardabaer.is og ganga frá greiðslu þar.

Nánari upplýsingar um frístundabílinn.