28. jún. 2016

Ekki marktækur munur á launum kynjanna hjá Garðabæ

Fyrirtækið Capacent Gallup gerði greiningu á launum starfsmanna Garðabæjar árið 2014. Markmið launagreiningarinnar var að skoða hvort um kynbundin launamun væri að ræða.
  • Séð yfir Garðabæ

Fyrirtækið Capacent Gallup gerði greiningu á launum starfsmanna Garðabæjar árið 2014. Markmið launagreiningarinnar var að skoða hvort um kynbundin launamun væri að ræða.  Niðurstaða könnunarinnar var skýr, að ekki væri marktækur kynbundinn munur á heildarlaunum karla og kvenna hjá Garðabæ. Sjá nánar hér á vef Garðabæjar.

Í kjarakönnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir BHM á dögunum kom fram að kynbundinn launamunur hjá öðrum sveitarfélögum en Reykjavík væri 29% árið 2015 en hafi verið 18% árið 2014 og því væri um 11% aukningu að ræða.

Í tilefni af niðurstöðum þeirrar könnunar vill Garðabær árétta að við innanhúss skoðun launakjara starfsmanna í BHM félögum og annarra háskólamenntaðra starfsmanna mælist ekki marktækur launamunur kynja.