19. sep. 2013

Skráning í frístundabílinn

Nú er hægt að kaupa kort í frístundabílinn á Mínum Garðabæ og ganga frá greiðslu í leiðinni
  • Séð yfir Garðabæ

Nýtt skráningarkerfi fyrir frístundabílinn er nú komið í notkun á Mínum Garðabæ. Allir sem ætla að nýta frístundabílinn í vetur eru vinsamlegast beðnir um að skrá barnið eftir þessari nýju leið, líka þeir sem hafa sótt um frístundabíl fyrr í haust.

Í skráningarkerfinu er hægt að kaupa Garðakort eða áfyllingu á Garðakort sem barnið á fyrir. Hægt er að kaupa 20 ferðir, 30 ferðir, áfyllingu sem dugar alla haustönnina eða allt skólaárið.

Kerfið er það sama og Stjarnan nýtir við skráningar og því ætti viðmót þess að vera kunnuglegt fyrir marga foreldra.

Þegar foreldri hefur skráð sig inn í Minn Garðabæ birtist hnappur vinstra megin á fyrstu síðunni sem á stendur frístundabíll. Fyrir neðan hann er annar hnappur sem á stendur frístundabíll - leiðbeiningar. Með því að smella á hann fást ítarlegar útskýringar á því hvernig skráningin fer fram.

Upplýsingar um frístundabílinn

Leiðbeiningar vegna skráningar í frístundabíl haustið 2013