13. feb. 2012

Mögnuð Safnanótt

Söfnin í Garðabæ opnuðu húsakynni sín fyrir gestum og gangandi á Safnanótt föstudagskvöldið 10. febrúar sl. Þema Safnanætur var Magnað myrkur og dagskráin tók að hluta mið af því. Fjölmargir Garðbæingar sem og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu lögðu leið sína í Hönnunarsafn Íslands, Bókasafn Garðabæjar og Krók þetta föstudagskvöld.
  • Séð yfir Garðabæ

Söfnin í Garðabæ opnuðu húsakynni sín fyrir gestum og gangandi á Safnanótt föstudagskvöldið 10. febrúar sl.  Þema Safnanætur var Magnað myrkur og dagskráin tók að hluta mið af því. Fjölmargir Garðbæingar sem og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu lögðu leið sína í Hönnunarsafn Íslands, Bókasafn Garðabæjar og Krók þetta föstudagskvöld.

 

Ný sýning opnuð í Hönnunarsafninu

Í Hönnunarsafninu opnaði ný sýning í innra rými á efri hæð safnsins.  Sýningin nefnist Sjálfsagðir hlutir og þar er vakin athygli á gripum sem við lítum á sem sjálfsagða í daglegu lífi og þeim efnum sem þeir eru gerðir úr.  Í tengslum við sýninguna var einnig opin fjölskyldusmiðja þar sem hægt var að vinna verkefni í tengslum við ýmis hráefni og hönnun. Síðar um kvöldið var boðið upp á óhefðbunda leiðsögn í safninu þar sem Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona bauð gestum að ganga um í myrkvuðu safninu með vasaljós. Í þættinum Víðsjá á Rás 1 er fjallað um sýninguna.


Ný sýning opnuð í Hönnunarsafninu.


Frá vinstri: Þóra Sigurbjörnsdóttir og Árdís Olgeirsdóttir sýningarstjórar sýningarinnar og Áslaug Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar sem opnaði sýninguna.

Góð mæting í Bókasafnið og Krók

Bóksafn Garðabæjar var jafnframt með opið hús frá 19-24 og þar var boðið upp á flottan söng með Önnu Maríu Björnsdóttur söngkonu sem flutti að mestu frumsamin lög.  Því næst flutti Guðlaugur R. Guðmundsson sagnfræðingur áhugavert erindi sem nefndist Draugar, galdramenn og dulúðugir staðir í Garðabæ.  Að loknu erindinu fóru margir gestir með rútu í burstabæinn Krók á Garðaholti.  Í hlöðunni í Króki voru mættir nemendur úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ sem leiklásu þjóðsöguna um Djáknann á Myrká.  Leiklesturinn var flottur hjá þeim nemendum og umgjörðin eins og í ekta draugasögu. Gestir gátu í leiðinni skoðað bæinn Krók.

Sjá einnig fleiri myndir hér í myndasafninu á heimasíðunni.
Anna María Björnsdóttir söngkona og Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari.


Guðlaugur R. Guðmundsson sagnfræðingur flutti erindi


Draugasögulestur í Króki