11. nóv. 2010

Skólaheimsókn í Krók

Í byrjun vikunnar heimsóttu skólabörn í 3. og 4. bekk Sjálandsskóla bæinn Krók á Garðaholti. Skólabörnin hafa verið í þemavinnu um Garðabæ og af því tilefni var farið í langan göngutúr (um 4 km hvora leið)
  • Séð yfir Garðabæ

Í byrjun vikunnar heimsóttu skólabörn í 3. og 4. bekk Sjálandsskóla bæinn Krók á Garðaholti. Skólabörnin hafa verið í þemavinnu um Garðabæ og af því tilefni var farið í langan göngutúr (um 4 km hvora leið) í fallegu veðri út á Garðaholtið.  Börnin skoðuðu húsakynnin og þóttu gaman að sjá gömlu húsmunina sem eru varðveittir í Króki. Á heimasíðu Sjálandsskóla má sjá fleiri myndir úr gönguferðinni.

 

Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Bærinn er gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti alþýðufólks á þessum landshluta á fyrri hluta 20. aldar.  Sjá nánari upplýsingar um Krók hér.