29. jún. 2010

Friðland Vífilsstaðavatns

Fulltrúar Umhverfisstofnunar komu í heimsókn í friðland Vífilsstaðavatns og nágrennis í byrjun vikunnar. Þar tóku á móti þeim Júlía Ingvarsdóttir formaður umhverfisnefndar Garðabæjar og Erla Bil Bjarnardóttir garðyrkjustjóri Garðabæjar.
  • Séð yfir Garðabæ

Fulltrúar Umhverfisstofnunar komu í heimsókn í friðland Vífilsstaðavatns og nágrennis í byrjun vikunnar. Þar tóku á móti þeim  Júlía Ingvarsdóttir formaður umhverfisnefndar Garðabæjar og Erla Bil Bjarnardóttir garðyrkjustjóri Garðabæjar.

 

Hópurinn skoðaði ástand friðlandsins sem skartaði öllum sínum fjölbreytileika og gengið var umhverfis vatnið. Gestunum leist vel á aðgerðir varðandi heftingu lúpínu í friðlandinu.

 

Útivist í kringum vatnið og nágrenni er vinsæl og hér á heimasíðunni er hægt að sjá nánari upplýsingar um friðlandið.