25. jún. 2010

Gefum, gleðjum og njótum!

Gróska, samtök myndlistarmanna og áhugafólks um myndlist í Garðabæ og á Álftanesi stóðu fyrir Jónsmessugleði fimmtudaginn 24. júní. Jónsmessugleðin var haldin á strandstígnum og við ströndina í Sjálandshverfinu frá kl. 20 um kvöldið til miðnættis.
  • Séð yfir Garðabæ

Gróska, samtök myndlistarmanna og áhugafólks um myndlist í Garðabæ og á Álftanesi stóðu fyrir Jónsmessugleði fimmtudaginn 24. júní.  Jónsmessugleðin var haldin á strandstígnum og við ströndina í Sjálandshverfinu frá kl. 20 um kvöldið til miðnættis í sannkallaðri veðurblíðu.

 

Garðbæingar og aðrir höfuðborgarbúar fjölmenntu á staðinn og nutu þess að ganga um og skoða myndverk, hlusta á tónlist, horfa á dans og ýmsan gjörning.  Þema Jónsmessugleðinnar var ,,Draumur".  Einkunnarorð og hugmyndafræði Jónsmessugleðinnar er "Gefum, gleðjum og njótum" og allir listamennirnir sem komu fram gáfu vinnu sína.  Einnig voru fjölmargir aðrir sem komu að gleðinni s.s. skátafélagið Vífill og Hjálparsveit skáta, bæjarstarfsmenn, íbúar og góðir styrktaraðilar.

 

Hér á heimasíðunni má sjá svipmyndir frá Jónsmessugleðinni í myndasyrpu.