19. maí 2010

Ársskýrsla 2009 komin út

Ársskýrsla Garðabæjar fyrir árið 2009 er komin út. Ársskýrslunni verður dreift inn á öll heimili í Garðabæ fimmtudaginn 20. maí
  • Séð yfir Garðabæ

Í ársskýrslu Garðabæjar fyrir árið 2009 kemur meðal annars fram að í lok ársins störfuðu 479 starfsmenn hjá Garðabæ í 385 stöðugildum. Þegar sumarstörf eru talin með voru alls 1484 launþegum greidd laun hjá Garðabæ á árinu og heildarlaunagreiðslur námu 2.255 milljónum króna.

Í ársskýrslunni er gefið yfirlit yfir starfsemi bæjarins á liðnu ári. Farið er í málaflokka á hverju sviði stjórnsýslunnar fyrir sig og greint frá því helsta sem við bar á árinu. Þar er einnig ársreikningur Garðabæjar 2009 sem sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu upp á 432 milljónir króna.  

 

Ársskýrslan er aðgengileg á vef Garðabæjar en henni verður einnig dreift inn á öll heimili í Garðabæ fimmtudaginn 20. maí.