3. maí 2010

Frábær Draumahátíð

Lokahátíð Listadaga barna og ungmenna fór fram laugardaginn 1. maí sl. í gamla Hagkaupshúsinu á Garðatorgi. Leikfélagið Draumar sá um skipulagningu og undirbúning lokahátíðarinnar og það var sannkölluð Draumahátíð sem var í boði þennan dag.
  • Séð yfir Garðabæ

Lokahátíð Listadaga barna og ungmenna fór fram laugardaginn 1. maí sl. í gamla Hagkaupshúsinu á Garðatorgi.  Leikfélagið Draumar sá um skipulagningu og undirbúning lokahátíðarinnar og það var sannkölluð Draumahátíð sem var í boði þennan dag.

 

Skemmtun fyrir alla aldurshópa

Hópar frá leikfélaginu Draumum sýndu dansa og einnig voru dansatriði frá Dansskóla Birnu Björnsdóttur.  Auk þess voru söng- og dansatriði frá Garðaskóla og m.a. voru sýnd atriði úr söngleiknum Dirty Dancing sem enn er verið að sýna í Garðaskóla/Garðalundi. Að lokum kom hljómsveitin Bermúda og spilaði nokkur lög.

 

Á meðan á lokahátíðinni stóð gátu gestir einnig skoðað samsýningu FG og afrakstur listasmiðju barna sem verður opin daglega frá 14-18 til 7. maí nk. í gamla Hagkaupshúsinu.

 

Sjá einnig fleiri myndir frá lokahátíðinni í myndasyrpu hér á heimasíðunni.