26. apr. 2010

Listadagaskemmtun á Garðatorgi

Listadagar barna og ungmenna í Garðabæ eru nú haldnir í fjórða sinn. Listadagarnir hafa verið haldnir á tveggja ára fresti og að þessu sinni eru þeir haldnir í lok apríl. Mánudaginn 26. apríl fóru leik- og grunnskólar í bænum í skrúðgöngu að Garðatorgi.
  • Séð yfir Garðabæ

Listadagar barna og ungmenna í Garðabæ eru nú haldnir í fjórða sinn.  Listadagarnir hafa verið haldnir á tveggja ára fresti og að þessu sinni eru þeir haldnir í lok apríl. Mánudaginn 26. apríl fóru leik- og grunnskólar í bænum í skrúðgöngu að Garðatorgi. 

 

Í lautinni á Garðatorgi var boðið upp á skemmtidagskrá við allra hæfi.  Nemendur úr Flataskóla fluttu frábært stompatriði við góðar undirtektir.  Bæjarstjóri Garðabæjar Gunnar Einarsson þakkaði þeim vel fyrir og bauð öll börnin velkomin um leið og hann setti listadagana formlega.  Að því loknu steig á svið Fíasól og vinur hennar og fluttu nokkur lög og síðast en ekki síst kom Ingó úr Veðurguðunum á sviðið.  Ingó átti hug og hjörtu barnanna sem tóku vel undir í öllum sönglögunum.

 

 

Framundan er fjörug dagskrá í Garðabæ sem fer fram að miklu leyti í skólum bæjarins en einnig verða sýningar utan skólatíma, má þar nefna listsýningar á Garðatorgi, íþróttamiðstöðinni Ásgarði og IKEA.  Gestir og gangandi eru velkomnir á opin hús í skólum bæjarins og einnig á aðra viðburði listadaga barna og ungmenna. Sjá dagskrá listadagana hér á heimasíðu Garðabæjar.

Fleiri myndir af listadögunum verða settar inn á heimasíðuna á næstu dögum.
Sjá myndasyrpu frá setningu listadaganna mánudaginn 26. apríl sl.