Gott forvarnastarf
Í nýjum forvarnapósti frá forvarnanefnd Garðabæjar er greint frá því að það er almennt mat forvarnafulltrúa og starfsfólks að starfið í vetur bæði í félagsmiðstöð og skóla í unglingadeildum hafi gengið afar vel. Ekki fundust miklar marktækar breytingar á högum og líðan krakkanna þrátt fyrir krepputal. Þátttaka var góð í einu og öllu og lagt kapp á að halda hefðbundinni dagskrá í unglingastarfinu.
Sjá nánar : Forvarnapóstur, (júní 2009)
Flokkstjórafræðsla
Formaður forvarnanefndar tók þátt í flokkstjórafræðslu hjá Vinnuskóla Garðabæjar fyrir sumarið. Flokkstjórum voru kynntar áherslur forvarnanefndar Garðabæjar sem varða mikilvægi þess að huga að hverjum og einum einstaklingi við skipulag vinnuhópa, leggja áherslu á góð samskipti innan hópa og að fram fari umræður um gildi og samfélagsmál eftir því sem tækifæri skapast. Einnig var ítrekað hversu miklir áhrifavaldar flokkstjórar geta verið sem fyrirmyndir í sumarstarfinu.
Sumarátak SAMAN hópsins
Forvarnarnefnd tók einnig þátt í sumarátaki SAMAN hópsins með því að auglýsa samveru fjölskyldunnar í sumar undir slagorðinu ,,Höngum saman í sumar". Leitað var samstarfs við vinnuskóla um allt land og munu krakkarnir sem þar störfuðu vöktu athygli á átakinu með því að koma fyrir sólum hér og þar í bæjarfélaginu með viðeigandi slagorðum.
Niðurstöður könnunar um stöðu og hagi ungmenna
Nýjar rannsóknarniðurstöður frá „Rannsóknir og greining” um stöðu og hagi ungmenna í 8., 9. og 10. bekk í Garðabæ eru núna aðgengilegar á heimasíðu Garðabæjar. Sjá nánar hér.