15. jún. 2009

Besti skóladagurinn

Grunnskólabörn Garðabæjar eru komin í sumarfrí að loknu skólaári. Síðustu skóladagarnir eru oft öðruvísi og hefðbundið skólastarf brotið upp. Nokkrir nemendur úr Hofsstaðaskóla fengu m.a. tækifæri til að fara í kynnisferð í Ríkisútvarpið
  • Séð yfir Garðabæ

Grunnskólabörn Garðabæjar eru komin í sumarfrí að loknu skólaári.  Skólunum var slitið í síðustu viku og á heimasíðum skólanna má sjá fréttir og myndir frá skólaslitunum. Í Garðaskóla voru 137 nemendur í 10. bekk á sl. skólaári. Skólastarf hefst að nýju í ágúst og skólasetning fer fram 24. ágúst nk. 

Síðustu skóladagarnir eru oft öðruvísi og hefðbundið skólastarf brotið upp. Nokkrir nemendur úr Hofsstaðaskóla fengu m.a. tækifæri til að fara í kynnisferð í Ríkisútvarpið í byrjun júní. 

Í Ríkisútvarpinu var vel tekið á móti þeim og þeir fengu þar að hitta starfsmenn og skoða húsakynnin. Nemendurnir fengu líka að prófa að taka upp myndefni. Aðspurðir sögðu nemendurnir að þetta hefði verið einn af bestu skóladögunum í lífinu og sá fróðlegasti til þessa.  Á heimasíðu Hofsstaðaskóla er nánar sagt frá heimsókninni.