27. mar. 2009

Framtíðarhönnuðir á Garðatorgi

Í grunnskólum Garðabæjar og í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er lögð mikil áhersla á listsköpun og hönnun í skólastarfinu. Í vetur hafa nemendur unnið að skemmtilegum verkefnum með kennurum sínum sem eru sýnd á Garðatorgi.
  • Séð yfir Garðabæ

Í tilefni af hönnunardögum 26-29. mars er mikið um að vera víðs vegar um höfuðborgarsvæðið.  Á göngugötunni á Garðatorgi eru grunnskólar Garðabæjar ásamt Fjölbrautaskólanum í Garðabæ með sýningu á hönnun ásamt BARA list-iðju.  

Í grunnskólum Garðabæjar og í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er lögð mikil áhersla á listsköpun og hönnun í skólastarfinu. Í vetur hafa nemendur unnið að skemmtilegum verkefnum með kennurum sínum sem eru sýnd á Garðatorgi.

Göngugatan verður gædd lífi með sýningu skólanna á skapandi og frjóum verkum nemenda, en þau verk eru afrakstur margra mánaða vinnu og bera vott um sköpunargleði og ríkt ímyndunarafl.

Hér í myndasafninu á  heimasíðu Garðabæjar er hægt að skoða myndir frá hönnunarsýningu skólanna.

Sýningin er opin gestum og gangandi alla helgina og íbúar Garðabæjar eru hvattir til að líta við.   Sjá einnig nánar um dagskrá Hönnunarsafns Íslands hér.