7. okt. 2008

Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008

Rekstrarniðurstaða Garðabæjar er jákvæð upp á 72,6 mkr. samkvæmt endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008
  • Séð yfir Garðabæ

Rekstrarniðurstaða Garðabæjar er jákvæð upp á 72,6 mkr. samkvæmt endurskoðun fjárhagsáætlunar 2008. Í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 384,3 mkr.

Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir útkomuna ekki viðunandi að sínu mati en að hún skýrist af þeim erfiðu og óvenjulegu aðstæðum sem ríki í þjóðfélaginu. “Það er einkum tvennt sem veldur því að útkoman er ekki eins og stefnt var að. Í fyrsta lagi hækkun launa, sem má rekja til nýrra samninga við kennara og sérstakra aðgerða bæjarins í starfsmannamálum í leik- og grunnskólum. Í öðru lagi kemur til veruleg hækkun fjármagnsgjalda sem skýrist af hækkun vaxta og verðbóta á árinu."

Gunnar bendir á að þótt rekstrarniðurstaðan sé ekki eins góð og gert var ráð fyrir sé veltufé frá rekstri 15,7% sem sýni góða stöðu bæjarsjóðs og sé í sjálfu sér ásættanleg niðurstaða.

Niðurstöður endurskoðunar fjárhagsætlunar eru á síðunni:  stjórnsýsla/fjármál/fjárhagsáætlun 2008