Nýr flygill vígður
Við vígsluna léku nokkrir af píanókennurum skólans sem og fulltrúar nemenda á nýja flygilinn.
Laugardaginn 10. maí var nýr Steinway-flygill vígður í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Flygillinn er gjöf Garðabæjar til Tónlistarskóla Garðabæjar í tilefni af 60 ára afmæli skólans. Við vígsluna léku nokkrir af píanókennurum skólans sem og fulltrúar nemenda en efnisskráin samanstóð af verkum eftir allra helstu meistara píanóbókmenntanna.
Nýi flygillinn leysir af hólmi 26 ára gamlan Steinway-flygil sem hefur sinnt sínu hlutverki vel í gegnum árin.
Píanóleikararnir sem vígðu nýja flygilinn voru:
Eva Þyri Hilmarsdóttir
Guðný Charlotta Harðardóttir
Guðrún Dalía Salomónsdóttir
Kristinn Örn Kristinsson
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sunna Gunnlaugsdóttir
Tinna Þorsteinsdóttir
Ingimar Hang Ingimarsson
Guðmundur Steinn Markússon
Magnús Freyr Brannan