Nýr göngu- og hjólastígur í gegnum Vífilsstaði
Framkvæmdir á nýjum göngu- og hjólastíg í gegnum Vífilsstaði hefjast mánudaginn 15. september.
Framkvæmdir á nýjum göngu- og hjólastíg í gegnum Vífilsstaði hefjast 15. september. Með framkvæmdinni er ætlað að tengja göngu- og hjólastíg sem liggur í gegnum Vífilsstaðahraun við núverandi stíg við Vífilsstaðaveg.
Á meðfylgjandi mynd má sjá legu nýja stígsins. Áætlað er að framkvæmdum ljúki 25. nóvember.