4. nóv. 2022 Stjórnsýsla

Nýr sviðsstjóri umhverfissviðs

Guðbjörg Brá Gísladóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra umhverfissviðs Garðabæjar. 

  • Guðbjörg Brá Gísladóttir
    Guðbjörg Brá Gísladóttir nýr sviðsstjóri umhverfissviðs Garðabæjar

Guðbjörg Brá Gísladóttir hefur verið ráðin í starf sviðsstjóra umhverfissviðs Garðabæjar sem var auglýst laust til umsóknar í haust. 

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 3. nóvember sl. samþykkti bæjarstjórn samhljóða tillögu bæjarstjóra um að ráða Guðbjörgu Brá Gísladóttur verkfræðing í starf sviðsstjóra umhverfissviðs Garðabæjar.  Um leið þakkaði Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Eysteini Haraldssyni bæjarverkfræðingi fyrir vel unnin störf sem sviðsstjóri umhverfissviðs bæjarins en Eysteinn lét af störfum sökum aldurs fyrr í haust. 

Guðbjörg Brá er með M.sc. í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað sem verkfræðingur frá útskrift. Árin 2015-2016 starfaði Guðbjörg Brá hjá Verkís og síðan 2016 hefur Guðbjörg Brá starfað sem verkfræðingur hjá umhverfissviði Garðabæjar. Í störfum sínum hjá Garðabæ hefur Guðbjörg Brá komið að stjórnun rekstrar þjónustumiðstöðvar og borið ábyrgð á stórum framkvæmdum eins og byggingu fjölnota íþróttahúss og framkvæmdum við gatnagerð í tengslum við uppbyggingu nýrra hverfa.