17. ágú. 2022 Íþróttir og tómstundastarf

Nýting hvatapeninga

Nú þegar margar íþróttir og frístundir fara af stað aftur eftir sumarfrí, minnum við forráðamenn að nýta hvatapeninga. Hvatapeningar ársins 2022 eru 50.000 krónur á barn en öll börn á aldrinum 5-18 ára, með lögheimili í Garðabæ, fá hvatapeninga, þ.e. börn fædd á árunum 2004-2017.

  • Turn tekin úr kirkjuturni

Nú þegar margar íþróttir og frístundir fara af stað aftur eftir sumarfrí, minnum við forráðamenna að nýta hvatapeninga. Hvatapeningar ársins 2022 eru 50.000 krónur á barn en öll börn á aldrinum 5-18 ára, með lögheimili í Garðabæ, fá hvatapeninga, þ.e. börn fædd á árunum 2004-2017.
Hvatapeningar eru hugsaðir til að hvetja börn og unglinga á aldrinum 5 til 18 ára til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem leitt er af þar til hæfum leiðbeinendum.

Ástæða þess að sveitarfélög um land allt hafa tekið upp slíkar hvatagreiðslur eru niðurstöður langtíma rannsókna á líðan íslenskra barna og ungmenna. Rannsóknirnar sýna að þátttaka í slíku starfi, sem nær yfir að minnsta kosti 10 vikur, hefur marktæk áhrif á bætta vellíðan og minni „vandamál“. Íþróttastarf og skátastarf vegur þar langþyngst á metum.

Hvatapeningana er hægt að nýta til að lækka kostnað við skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf sem nær yfir 10 vikur að lágmarki. Undantekning er 5 og 6 ára börn þar sem lágmarkstímalengd námskeiða
er 20 kennslustundir óháð vikufjölda. Hvatapeninga 2022 er hægt að nýta vegna reikninga sem eru gefnir út á árinu 2021 og 2022.

Ungmenni í þremur elstu árgöngunum, þ.e. þau sem eru fædd 2004, 2005 og 2006 geta fengið hvatapeninga greidda vegna kaupa á korti í líkamsræktarstöð. Einnig er hægt að nýta hvatapeninga til þess að greiða niður tónlistarnám, bæði í Tónlistarskóla Garðabæjar og öðrum tónlistarskólum.

Úthlutun fer fram í gegnum Nóra eða Sportabler


Úthlutun peninganna fer fram í gegnum skráningarkerfið Nóra/Sportabler vegna starfs hjá þeim félögum sem tengd eru við skráningarkerfi Nóra/Sportabler. Bæði er hægt að nýta hvatapeningana beint hjá félögum innan Garðabæjar sem og í öðrum sveitarfélögum. Þegar hvatapeningar eru nýttir í gegnum skráningarkerfi Nóra/Sportabler þarf að haka í kassann "Nota hvatapeninga Garðabæjar" og þá lækkar upphæð æfingagjalda um þá upphæð sem nemur inneign hvatapeninga fyrir barnið. Athugið að ekki er hægt að endurgreiða eða bakfæra styrk frá félögum þegar foreldri/forráðamaður hefur ráðstafað styrknum til félags.

Ef félög eru ekki tengd við skráningarkerfið Nóra/Sportabler þarf að koma reikningi til þjónustuvers Garðabæjar með upplýsingum um upphæð hvatapeninga sem á að nýta sem og upplýsingum um hvert á að endurgreiða. Athugið að ekki er hægt að koma með reikninga til endurgreiðslu hvatapeninga vegna félaga sem tengd eru Nóra/Sportabler.