4. nóv. 2022 Garðatorg – miðbær Menning og listir

Rökkvan haldin á Garðatorgi í fyrsta sinn

Mörg hundruð manns lögðu leið sína á listahátíðina Rökkvan föstudagskvöldið 28. október.

  • Stuðmenn stigu á stokk á listahátíðinni Rökkvunni.

Mörg hundruð manns lögðu leið sína á listahátíðina Rökkvan föstudagskvöldið 28. október. Lista- og handverksmarkaður var haldinn í Betrunarhúsi en í Gróskusal var haustsýning Grósku opnuð. 

Á sviði lék Stórsveit Tónlistarskóla Garðabæjar, Spagló og Eik, Sigga Ósk og Rökkvubandið en hljómsveitina skipa ungmennin sem eiga veg og vanda að skipulagningu hátíðarinnar en það eru þau Alexandra Rós Norðkvist, Bryndís Ásta Magnúsdóttir, Einar Örn Magnússon, Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, Matthías Helgi Sigurðarson og Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir. Ungmennin fengu svo dygga aðstoð frá Ólöfu Breiðfjörð menningarfulltrúa og Gunna Rich við framkvæmd Rökkvunnar. 

Í lok kvölds léku Stuðmenn og óhætt að segja að mikil stemning hafi verið meðal gesta sem voru á öllum aldri.