14. nóv. 2023

Sala á byggingarrétti í Hnoðraholti norður - 2. áfangi

Garðabær auglýsir til sölu byggingarrétt á lóðum í 2. áfanga uppbyggingar í Hnoðraholti norður.

Íbúðabyggð á Hnoðraholti norður er einstaklega vel staðsett þar sem íbúar á öllum aldri geta notið þeirra gæða sem hverfið sjálft og aðliggjandi svæði bjóða upp á. 

Í 2. áfanga er um að ræða sölu á byggingarrétti fyrir 1 parhúsalóð , 10 raðhúsalóðir, 23 einbýlishúsalóðir og 5 fjölbýlishúsalóðir.

 

Lóðirnar eru byggingarhæfar og geta nýir lóðarhafar hafið uppbyggingu í byrjun næsta árs. 

Á kortavef Garðabæjar má finna upplýsingar um lausar lóðir. Í felliglugga hægra megin er ýtt á "lausar lóðir" og birtast þá þær lóðir sem eru lausar til úthlutunar að þessu sinni, hver lóðartegund hefur sinn einkennislit. 

Hnoðraholt norður er íbúðahverfi með áherslur á fjölbreyttar húsagerðir sem falla vel að núverandi byggð. Hverfið mun taka mið af anda staðar og þeirra umhverfisgæða sem Hnoðraholtið býður upp á til að tryggja lífsgæði íbúa.


Hnodraholt-Nordur-2-afangi-graen
Lögð er áhersla á að íbúar njóti þeirra gæða sem einkenna hverfið með tilliti til náttúru og víðáttumikils útsýnis. Stutt er í alla útivist og fjölbreytta íþróttaiðkun, til að mynda í íþróttahúsinu Miðgarði í Vetrarmýri.

Hnoðraholtið er einstaklega vel staðsett hverfi þar sem íbúar á öllum aldri geta notið þeirra gæða sem hverfið sjálft og aðliggjandi svæði bjóða upp á. Lögð er áhersla á góðar samgöngutengingar fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur.

Allar nánari upplýsingar má finna hér: 

Hnoðraholt norður - lausar lóðir 


Tilboðsgerð

  • Fasteignasalan Torg , Garðatorg eignamiðlun, Fasteignasalan Miklaborg og Fasteignamarkaðurinn annast sölu á byggingarrétti lóðanna fyrir Garðabæ og veita allar upplýsingar vegna tilboðsgerðar.   
  • Tilboð í byggingarrétt lóðanna þurfa að berast til fasteignasala fyrir kl. 12:00 föstudaginn
    17. nóvember 2023 og gilda til kl. 12:00 fimmtudaginn 23. nóvember 2023.
  • Tilboð verða opnuð og tekin fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar kl. 08:00 þriðjudaginn 21. nóvember 2023.