Samráðsfundur með þingmönnum Suðvesturkjördæmis
Fimmtudaginn 6. október sl. funduðu bæjarfulltrúar Garðabæjar og þingmenn Suðvesturkjördæmis þar sem farið var yfir helstu mál sem eru á döfinni hjá Garðabæ. Fundurinn er liður í kjördæmadögum alþingis sem standa nú yfir.
-
Fundur bæjarfulltrúa og þingmanna Suðvesturkjördæmis 6. október 2022
Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar bauð þingmenn velkomna til fundarins sem var haldinn í fundarsal bæjarins í Sveinatungu á Garðatorgi. Á fundinum kynnti Almar ýmsar tölulegar upplýsingar úr starfsemi og rekstri Garðabæjar, farið var yfir ýmis verkefni á döfinni, uppbyggingu framundan, skipulagsmál og framkvæmdir. Að lokinni kynningu fóru fram umræður bæjarfulltrúa og þingmanna þar sem m.a. var rætt um heilsugæslu, hjúkrunarheimili, hin nýju farsældarlög, málefni fatlaðs fólks og málefni flóttamanna.
Upplýsingar um bæjarstjórn Garðabæjar.
Upplýsingar um þingmenn og varaþingmenn Suðvesturkjördæmis á vef Alþingis.