26. mar. 2021 Menning og listir

Samstarfssamningur vegna Jazzhátíðar Garðabæjar

Föstudaginn 26. mars var samstarfssamningur Garðabæjar við Sigurð Flosason undirritaður af Sigurði og Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar. Sigurður hefur um árabil átt veg og vanda að skipulagningu og framkvæmd á Jazzhátíð Garðabæjar.

  • Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Sigurður Flosason framkvæmdastjóri Jazzhátíðar í Garðabæ rita undir samstarfssamning en Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi og Gunnar Valur Gíslason fylgjast með.
    Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Sigurður Flosason framkvæmdastjóri Jazzhátíðar í Garðabæ rita undir samstarfssamning en Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi og Gunnar Valur Gíslason formaður menningar- og safnanefndar fylgjast með.

Föstudaginn 26. mars var samstarfssamningur Garðabæjar við Sigurð Flosason undirritaður af Sigurði og Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar. 

Sigurður hefur um árabil átt veg og vanda að skipulagningu og framkvæmd á Jazzhátíð Garðabæjar en samningurinn staðfestir vilja Garðabæjar til að halda góðu samstarfi við Sigurð áfram. Jazzhátíð Garðabæjar árið 2020 féll niður en á að hefjast þann 22. apríl næstkomandi. Þó á enn á eftir að koma í ljós með hvaða hætti hátíðin fer fram að þessu sinni.