27. jan. 2025

Stór meirihluti Garðbæinga ánægður með að búa í Garðabæ

Stór meirihluti íbúa Garðabæjar er ánægður með að búa í Garðabæ. Þetta leiða niðurstöður nýrrar þjónustukönnunar í ljós þar sem 91% svarenda segjast vera ánægð með Garðabæ sem stað til að búa á.

Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins, gera samanburð þeirra á milli og fylgjast með breytingum frá fyrri mælingum. Í könnuninni er spurt út í ánægju með þætti á borð við aðstöðu til íþróttaiðkunar, þjónustu grunn- og leikskóla, skipulagsmál og þjónustu við barnafjölskyldur. Könnunin var framkvæmd af Gallup dagana 22. nóvember 2024 til 6. janúar 2025.

Einkunn Garðabæjar hækkar í nánast öllum liðum á milli ára.

Mikil ánægja með þjónustu við fjölskyldur og barnafólk

Skorið sem snýr að heildaránægju með sveitarfélagið sem stað til að búa á hækkar á milli ára og er nú 4,3 (á kvarðanum 1-5).

IMG_4808-Leiksvaedi-vid-Vesturbru-Sjaland

Garðabær er talsvert yfir meðaltali sveitarfélaga í langflestum liðum. Sérstaklega er þó vert er að vekja athygli á niðurstöðum er snúa að skólamálum í bænum.

Þegar kemur að ánægju með þjónustu grunnskóla sveitarfélagsins skorar Garðabær hæst í samanburði níu stærstu sveitarfélaganna, með 4,1.

Garðabær mælist einnig vel þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur. Þar er Garðabær með skorið 3,9, sem er hækkun um 0,2 á milli ára.

DJI_0997

45% svarenda vera mjög ánægð með gæði umhverfisins við nágrenni heimilis þeirra og 41% segjast ánægð með gæði umhverfis.

Þegar spurt er út í leikskólamálin kemur Garðabær vel út, með 4,1 og er þar meðal þeirra sveitarfélaga sem eru með hæsta skor. Þetta er hækkun um 0,3 á milli ára sem sýnir enn frekar að þær umfangsmiklu breytingar sem gerðar voru á leikskólaumhverfinu í bænum hafa skilað árangri.

Niðurstöður er snúa að aðstöðu til íþróttaiðkunar í bænum annars vegar og gæðum umhverfis í nágrenni við heimili svarenda eru einnig eftirtektarverðar, hvorutveggja er 4,2.

„Það gleður mig að sjá að bæjarbúar eru ánægðir með þjónustu Garðabæjar. Niðurstöður könnunarinnar gefa okkur góða innsýn inn í upplifun bæjarbúa og þar af leiðandi tækifæri til að gera betur og halda áfram að bæta þjónustuna,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar.

Midgardur_fyrsta_aefing_050222-31-44% svarenda segjast vera mjög ánægð með aðstöðu til íþróttaiðkunar í Garðabæ, 41% til viðbótar segjast vera ánægð með aðstöðu til íþróttaiðkunar í bænum.

Niðurstöður fyrir Garðabæ úr þjónustukönnuninni eru aðgengilegar á vef Garðabæjar og þar má jafnframt sjá niðurstöður til samanburðar úr eldri könnunum sem Gallup framkvæmdi.

Hlutfall þeirra sem segjast vera annað hvort mjög ánægð eða ánægð með þjónustu leikskóla í Garðabæ hækkar á milli ára.